Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Garðar Jóhannsson, f.v. verkstjóri Reykjavíkurborg

f.d. 25.7.1917 - d.d. 16.7.2010
Garðar Jóhannsson fæddist á Hóli í Þorgeirsfirði í Fjörðum í Grýtubakkahreppi í Þingeyjarsýslu 25.júlí 1917 . Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi föstudags 16.júlí 2010 síðastliðinn. Foreldrar hans voru, Jóhann Baldvin Sigurðsson, bóndi á Hóli og síðar Þönglabakka í sömu sveit, f. 21. nóvember 1877 á Skógum í Glæsibæjarhreppi Eyjafirði, d. 17. apríl 1958, og Sigríður Jónsdóttir, f. 28. desember 1877 á Helgustöðum í Hólshreppi í Skagafirði, d. 18. september 1976. Garðar var eitt af tíu systkinum sem eru öll látin:
1)Jónína Hólmfríður, f.1900;
2)Sigurður, f.1903
3) Margrét, f.1905
4) Sigurlaug, f.1907
5) Ingólfur, f.1909
6) Magnús, f.1911
7) Ingibjörg, f.1913
8)Hjörleifur, f.1915
9)Baldvin Vilhelm, f.1919
Árið 1943, þann 10. apríl Stofnuðu þau heimili á Patreksfirði. Þau eignuðust 7 börn, eina dóttur, , og sex syni. Þeir eru: 1)Hjörvar, húsgagnasmiður í Reykjavík, giftur Ágústu Þórisdóttur, 2)Jón Sverrir, mjólkurfræðingur í Emmes ísgerðinni Reykjavík, giftur Ernu Sveinbjarnardóttur, 3)Reynir, blikksmiður í Reykjavík, giftur Helgu Eygló Guðlaugsdóttur, 4) Svanhildi Fanney, sem þau misstu fárra mánaða 5)Jóhann Baldvin, bankamaður í Reykjavík, giftur Guðfinnu Óskarsdóttur, 6) Guðjón Steinar, lögregluvarðstjóri lögregluliði á Suðurnesjum, giftur Guðlaugu S. Kjartansdóttur, og 7)Vignir Ingi, leigubifreiðarsjóri Hreyfill/Bæjarleiðir í Reykjavík, í sambúð með Sigríði I. Gunnarsdóttur. . Og barnabörnin eru orðin 16, og barnabörn eru 24
Garðar flytur frá Patreksfirði til Reykjavíkur 1960 með Sigrúnu og börnin og bjuggu þau lengst á Hjallavegi 10. Sigrún lést 24.apríl 1988. 1989 flytur Garðar að Austurbrún 2 og þaðan á Norðurbrún 1 og loka dvararstaður er Hrafnista í Reykjavík. H-2 sem hann flutti inn nýbyggt húsnæði. Garðar sagði alltaf eftir að hann flutti á Hrafnistu að nú væri hann fluttur inn í fimmstjörnu hótel og var hann alla tíð glaður og sæll að hafa fengið að búa þar og kynnast mörgu góðu fólki vistmönnum og starfsfólki.
Garðar bjó í Klepsholtinu frá 1960-2010 í hálfa öld.
Garðar starfaði lengt af sem verkstjóri hjá Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar, eða til1987 eða til70 ára aldurs. Hann er félagsmaður í Verkstjórafélagi Íslands. Áhugamál: Gróðurrækt og stundaði hann sjóstangveiði sem hann gerði í mörg ár meðan heilsan leyfði. Það voru ófáar ferðirnar sem hann fór til veiða bæði með bróður sýnum Baldvin og Rikka vini Hjallavegi 8, sem nú dvelur á Hrafnistu í Reykjavík.
Sem aukastarf með garðyrkjunni vann hann alla tíð við að hirða og standsetja lóðir fyrir ýmsa aðila og voru þessi verk flest verk unnin í Kleppsholtinu á árunum 1960-1980

Minningargreinar

3.8.2010 13:27:59

Lesa grein
Garðar Jóhannsson, Afi minn.

Elsku afi minn,mikið verður skrítið að koma heim af sjónnum og geta ekki farið og heimsótt þig, fengið okkur harðfisk og talað um lífið á sjónnum. Ég á eftir að sakna þess afar mikið. Mikið áttum við margar góðar stundir saman í gegnum árin.
Mér er það afar minnistætt þegar ég kom og fékk að vera hjá þér yfir daginn á meðan pabbi var að vinna,þá kendirðu mér að spila veiðimann,olsen-olsen og fleirri skemmtileg spil ásamt því að brjóta saman bát úr blaði, og alltaf hlakkaði mig síðan til að þegar ég var búinn að vera teikna og spila að fá hlaðið borð af allskinns kræsingum.
Alltaf tókstu jafn vel á móti mér þegar ég kom til þín og kvaddir mig yðulega með gjöfum. Stærsta gjöfin sem þú gafst mér var ástin og ummhyggjan, sem þú deildir með þér óspart, hanna mun ég geima og deila með mér um ókommna tíð. Mér finnst ég vera betri maður fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Takk fyrir að hafa verið með mér svona lengi afi minn. Það hryggir mig að geta ekki hitt þig þegar ég kem heim af sjónnum,en gleður mig að nú ertu heill heilsu og loksinns kominn til ömmu. Blessuð sé minning þín afi minn.
Ástvaldur Anton Guðjónsson.

Dánartilkynning Lesa grein

Faðir okkar Garðar Jóhannsson f.v. verkstjóri lést á Hrafnistu í Reykjavík H-2. Hann var jarðsunginn frá Áskirkju Reykjavík föstudaginn 23.júlí sl. Þökkum öllum fyrir samúðarkveðjur.
Hjörvar Garðarsson, Ágústa Rósa Þórisdóttir
Jón Sverrir Garðarsson, Erna M. Sveinbjarnardóttir, Reynir Garðarsson, Helga Eygló Guðlaugsdóttir, Jóhann Baldvin Garðarsson, Guðfinna Óskarsdóttir, Guðjón Steinar Garðarsson, Guðlaug. S. Kjartansdótttir, Vignir Ingi Garðarsson, Sigríður I. Gunnarsdóttir, afabörn og langafabörn.

Jarðarfaratilkynning Lesa grein

Áskirkja Reykjavík, kl. 13:00

Minningarorð Lesa grein

Það er mitt sumar og föstudagurinn 16.júlí fallegasti dagurinn í sumar, sólríkur og heitur. Sumarið var sá tími sem pabbi beið eftir á hverju ári, þannig er það líka hjá okkur. Já eftir langan vetur og myrka daga. Pabbi fæddist 25.júlí 1917 og hefði því orðið 93 ára á sunudaginn nk. Dagar eru afstæðir og þaning er með líf okkar, við vitum ekki hvenær kallið kemur. Pabbi veikist 13.júlí og hafði stuttu áður hugsað sér að halda upp á 50 ára afmæli yngsta sonar síns sem er var 14.júlí.sl. Ekki kom til þess að hann færi á mannamót. Í staðinn fékk hann heimsóknir frá þeim sem vildu vera hjá honum og á þessum fallega degi þegar degi hans tók að halla og sól farin að síga, þá kvaddi hann þetta jarðlíf. Það verður þó að segjast að hann hefði allveg veið tilbúinn að halda áfram veginn, enda margt að gerast í fjölskyldunni, barnabörn að fæðast, önnur á leiðinni, jú hann vildi fá að fylgjast með. Hann sagði við mig stuttu áður en að hann lést þá orðin mjög máttvana.Guðjón, það eru heldur betur heimsóknir sem ég er að fá,, mamma þín var hér og Maggi bróðir sat hér á stólnum. Er þetta ekki skrítið því að þau eru svo lögu farinn. Ég veit að þetta er bara rugl sagði hann. Ég segi nei svona er lífið hann var síðasti af sýnum systkinum sem fer á vit ferðasinna. Og því ekki skrítið að sumir hafi verið farnir að lengja eftir karlinum og mætt í heimsókn til að undirbúa hann fyrir brottförina. Pabbi var hræddur við að deyja, þar var vegna þess að hann vildi fá að vera lengur með okkur, þrá að fylgjas með. Ég er fæddur á Patreksfirði 1.maí 1956, pabbi sagði það oft að þetta hefði ekki verið henturgur tími hjá mömmu að fara á fæðingardeildina á Patró, vegna þess að hann var í stjórn 1.maí nefndar á Patreksfirði og mikið að gera vegna hátíðarhalda. Hann dreif sig upp á spítala enda komin i æfingu og nú að taka á móti sjötta barninu sem fæddist kl. 09:00 þegar því var lokið var ekkert nnað að gera en að drífa sig í 1.maí gönguna. 1960 eignaðist hann og mamma sitt síðasta barn og þá fannst honum komin tími til að pakka niður og halda frá Patreksfirði til Reykjavíkur. Um haustið var pakkað og við þrír yngstu bræðurnir fórum siglandi frá Patreksfirði með Esjunni til Reykjavíkur. Nýtt heimili var Hjallavegur 10 og þar bjó hann með fjölskylduna í næri 40 ár, eða til 1990. Hann vildi ekki yfirgefa húsið eftir að mamma dó 1988. Nú býr þar elsti bróðir minn.
Sem lítill drengur man ég það að pabbi hafði í nógu að snúast, þá helst að vinna fyrir fjölsk.Hann alltaf að vinna og mamma heima alltaf til staðar enda mikill gestagangur á heimili þeirra. Í fyrstu eftir að hann kom til Reykjavíkur vann hann á trésmiðjuverkstæði Gissurar við Miklatorg. Man ég eftir því að hann smíðaði báta og leikföng fyrir okkur yngri bræðurna.Fyrstu árinn átti hann ekki bifreið og fékk þá lánaðan bíl hjá Hjörvari til að fara með fjölskylduna í sumarfrí. Minningin um fyrsta bílinn var skemmtileg, 1970 verslaði hann rauða fallegan Moskvitz, eða það þótti mér þá. Moskinn þótti nú gripur í lagi. Pabbi fór með hann til Eymundar á Víghólastíginn og þeir smíðuðu sæti fyrir farþega því að ekki voru farþegasæti vegna að þess að þetta var sendibíll. Eftir að búið var að græja sæti þá var farið í mörg ferðalög.Oftast á Laugavatn í tjald.
1965 byggði pabbi viðbyggingu á Hjallavegi og allt þetta gerði hann sjálfur, 1967 var þessu lokið enda átti að ferma Jóhann þetta ár. Marta móðursýstir mín vildi að allt yrði klárað og dreif í því að versla ný teppi á nýju stofuna, fagurblátt.
Þetta ritaði góð vinkona í minningu um móður mína og förður.
En þar sem Rúna var ein stórbrotnasta manneskja sem ég hefi kynnst þá lét ég verða að þeirri löngun minni að minnast hennar með nokkrum orðum. Það er sjálfsagt mismunandi hvað hver og einn leggur í orðið stórbrotin. Ég veit hvað ég á við þegar ég lýsi Rúnu sem stórbrotinni. Hún var vel gefin. Hún var góð eiginkona og móðir og frábær húsmóðir. Heimilið var henni allt. Ung giftist hún Garðari Jóhannssyni, 10. apríl 1943. Þau bjuggu fyrst á Patreksfirði en fluttust til Reykjavíkur 1960 Það gefur augaleið að oft var þröngt í búi og erfitt að fæða og klæða átta manna fjölskyldu. En ég er þess fullviss að enginn drengjanna man eftir að hafa liðið skort, hvorki fyrr né síðar. Undir öllum kringumstæðum stóð bernskuheimilið opið og þeir vissu að mamma var þar líka þegar þeir voru orðnir fullorðnir, Rúna og Garðar bárust ekki mikið á. Þau áttu sitt litla vinalega hús, sem þau stækkuðu og gerðu uppeftir því sem efni leyfðu. Þau eyddu ekki um efni fram. Það hefði aldrei hvarflað að þeim að fara í siglingu upp á krít eins og nú virðist vera svo algengt. Utanlandsferðin var aldrei farin, það varð aldrei afgangur fyrir slíkt bruðl í sjálfan sig. Ég veit að þau söknuðu þess ekki heldur, því þau voru svo rík af öðrum verðmætum sem eru margfalt meira virði eins og það að eiga yndislegt heimili og góð og heilbrigð börn. Það er áreiðanlega stærsta gjöf hverra hjóna
Pabbi hafði unun á að vinna við garðrækt, enda réð hann sig fljótlega til starfa hjá Reykjavíkurborg. Hann starfaði þar sem verkstjóri og vann lengst af í Grasagarðinum í Laugardal. Þar eignaðist hann marga vini sem bæði störfuðu þar og komu í heimsókn í garðinn. Þegar Reykjavíkurborg réðst í framkvæmdir á kartöflugörðum í Skammadal í Mos, þá fengum við voru stundum að fara með pabba í vinnuna,það var æfintýri. Og stundum að fá að gista nótt og nótt, í alvöru útilega í bústað sem var bækistöðinni starfsmanna, eftir að fjölskyldan var búinn að setja niður kartöflur.
Pabbi starfaði í aukavinnu við að standsetja lóðir fyrir ýmsa aðila og valdi hann sér staði sem vou ekki langt frá heimili hans. Hans áhuhugamál var að stunda sjóstangveiði og fór hann í margar ferðir bæði norður á Akureyri og til Vestmannaeyja.
Pabbi hélt góðu sambandi við bræður og systur sýnar, öll náðu þau háum aldri. Þegar Baldvin bróðir pabba veiktist og fór á hrafnistu þá var hann iðinn við að sjá um alla hluti fyrir hann og taldi ekki eftir sér að koma í heimsónir til hans, við fráfall Baldvins var missir hanns mikill. Ingibjörg sistir hanns bjó líka á Hranistu og Sigurlaug þegar allir voru látnir og hann einn eftir sagði hann oft, ég vona að ég verði ekki 99 ára eins og mamma mín varð.
1988 lést móðir mín þá 69 ára að aldri. Það pabba mikill missir þau voru mjög samrýmd. Hann naut þess þó alltaf að vera í faðmi fjölskyldunnar. Sumarið 1997 þá fór hann sína fyrstu og síðustu utanlandsferð. Hann fór með syni sýnum Jóni og tengdadóttur Ernu til Danmerkur. Hann ræddi oft um þessa ferð. Hann fékk tækifæri að ferðaðist mikið um í Danmörku og þar eignaðist hann góða vini. Hann var frekar lokaður og vildi ekki bera á torg tilfynningar sýnar. Hann naut þess að sjá fjöslkylduna stæka og dafna. Pabba þótti vænt um að koma í heimsóknir og voru heimsóknir tímar sem hann naut og fagnaði. Þegar hann var rétt 70 ára fór hann í hjartaskurðaðgerð og þurfti að ganga í geng um tlsverð veikyni frá þeim tíma, en allta reif hann sig upp og náði sér á strik. Efir að hann flutti á Hrafnistu þá fór heilsu að hraka og sérstaklega þegar hann var bundinn við hjólastólinn. Hann gladdist þegar barnabörnin komu í heimsókn, hann vildi þeim allt það besta. Þegar hann flutti á H-2 á Hrafnistu sagði hann alltaf við okkur, gáðu í skápinn, þar átti hann alltaf nammi sem gladdi litlu barnabörnin sem komu í heimsókn til afa. Pabbi var útivistarmaður, hann naut þess þegar starfsmaður H-2 fór út með hann í ökuferð í hjólastólnu, eða hann tók þátt í að vera með í rútuferðum sem farnar voru oft. Hann reyni að mæta í alla mannfagnaði á Hranistu og var duglegur að bjóða okkur með sér og eru mér minnistæðust skemmtileg Þorrablót í Stóra-salnum. Hann var snyrtimenni og vildi sækja mannfagnaði. Hann hafði unun að hlusta á harmonikkutónlist. Pabbi var félagmaður í Barðstrendingafélaginu og fór oft og spilaði félagvist. Hann kom oft í Konnakot félagsmiðstöð Barðstrendingafélagsins á Hvefisgötu Reykjavík.
Stuttu áður en að hann lést þá fékk hann heimsókn frá Ástvaldi syni mínum og Dísu tengdadóttur. Þau klæddu hann upp og fóru með hannt í ökuferð í hjólastólnum. Ferðinni var heitið heim á Hjallaveg 10. Hann sagðist hafa notið þess að aka þessa leið. Ágústa og Hjörvar tóku á móti honum og stoppaði hann lengi þar. Fékk sér kaffi sopa og var svo ekið heim á Hrafnistu.Þetta var síðasta ferðalagið hans. Já pabbi naut þess að fá að vera úti og þá sérstaklega á sumrum og var hann kallaður Sólskinsdregnurinn. Vegna þess að alla daga þegar bjart var og sólin skein þá vildi hann sitja úti á svölum og njóta birtu og yl frá sólu. Birtan var hann besti vinur því að sjónin var farin að daprast og því var gott að sjá sólina. Hann naut þess að vera á Hrafnistu, sagði að þar væri gott fólk við störf. Færi ég öllu starfsfólki á H-2 þakkir fyrir frábæra umönnun á pabba. Blessuð sé minning þín elsku pabbi minn.
Þinn sonur Guðjón St. Garðarsson.

Þakkir Lesa grein

Þökkum ölum þeim sem sendu samúðarkveðjur.
Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is