Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Valgerður Jóna Andrésdóttir

f.d. 26.10.1919 - d.d. 20.12.2010

Minningargreinar

27.12.2010 11:43:54

Lesa grein
Mig langar að minnast elskulegu frænku minnar sem var stór þáttur í lífi mínu. Valgerður eða Lula eins og hún var alltaf kölluð var systir pabba og þar sem henni var ekki barna auði voru ég og systkini mín henni mjög kær. Mín fyrstu kynni af atvinnu var þegar ég var 17 ára gömul í verlun sem Lula frænka rak og átti ásamt manni sínum. Við áttum mjög skemmtilegar stundir í verslunarbransanum og minn fyrsti kaffisopi var einmitt í litla bakherbergi verslunarinnar. Ég vann í tvö ár í búðinni hennar en eftir það þá kom ég og hjálpaði til á álagstímum. Lula var mér og börnunum mínum mjög kær enda var hún ákaflega barngóð og mjög örlát á gjafir til þeirra. Okkur er öllum mjög minnistætt öll fallegu náttfötin og sængurfötin sem við fengum iðulega í afmælisgjafir og jólagjafir frá henni. Það var alltaf gaman að koma í kaffiboðin til hennar sem voru á hátíðisdögum, og var gestrisni hennar alveg með ólíkindum. Ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu minningar sem ég á með þér og minni fjölskyldu, ég mun geyma þær djúpt í mínu hjarta.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
Ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
Þá sælt er að vita af því
Þú laus ert úr veikinda viðjum,
Þín veröld er björt á ný.

Ég þakka þau ár sem ég atti
Þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
Svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
Ég hitti þig ekki um hríð,
Þín minning er ljós sem lifir
Og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þórhildur Magnúsdóttir.

Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is