Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Magnús Magnússon

f.d. 22.3.1941 - d.d. 7.6.2011
Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir Magnús Magnússon lést á líknardeild landsspítalans í kópavogi þann 7. júní um hálf tólf á hádegi.

Við viiljum einnig minnast hennar Maríönnu sem var okkar tryggasti vinur til 12 ára. Megi hún hvíla í friði með húsbónda sínum. Ykkur er sárt saknað.

Minningargreinar

16.6.2011 20:12:16

Lesa grein
Elsku frændi .
Ég var nú ekki há í loftinu þegar ég fékk fyrst að kynnast þér . En alla tíð síðan hafi þið Inga átt stóran part af mér . Sumrin sem maður var hjá ykkur í breiðholtinu sundlaugaferðirnar (þú komst með mér fyrstu ferðina í stóru rennibrautina) í laugardalslauginni þegar ég þorði ekki ein aðeins 8 ára gömul , ferðirnar austurfyrir fjall að kíkja á hestana og á veturna þegar maður var yfir helgi þá skottaðist maður með þér í hesthúsin . Draumur minn rættist á fermingardaginn minn þegar þið Inga komuð inn með beisli og þú sagðir mér að gjöfin mín kæmi með flutningabíl daginn eftir . Þær eru margar minningarnar sem ég er svo heppin að eiga um þig . Þú varst svo hjartahlýr og góður maður þó þver og þrjóskur gætir verið og ég verð ávalt þakklát fyrir að hafa kynst þér og átt svo margar góðar stundir með ykkur fjölskyldunni . Hvíldu í friði elsku Maggi minn þín verður sárt saknað .
kv. Kristbjörg

16.6.2011 16:58:11

Lesa grein
Elsku pabbi

Þrjóska og stolt var ætíð þín brynja
Uns tilvera þín á jörðu hér byrjaði að hrynja
Ófétin hófu á líkama þinn að herja
Líkama og sál þína voru að kvelja
Þar til ekkert var eftir nema að kveðja

Ó elsku pabbi, hve sárt þar er
að þurfa að horfa á eftir þér

En ég er svo stolt, þú stóðst þig eins og hetja
Í þessari lífsbaráttu þig þurfti varla að hvetja
Sama hversu lífið lék við okkur grátt
Í öllum sársaukanum þú gast ávallt hlegið dátt

Hvað verður um þig nú, það veit ég ei
Við hittumst kannski þegar ég dey
kannski ertu að sinna hrossunum útí haga
eins og þú varst svo vanur í gamla daga

hvað sem úr því verður þá minning þín lifir

Ó hversu oft ég mun hugsa til þín
ég verð alltaf litla pabba stelpan þín

Ólöf M.M

16.6.2011 16:55:21

Lesa grein
Kæri Magnús, loksins ertu frjáls og hvílir í friðsæld, laus við allar þjáningar. Ég man vel eftir því þegar ég kynntist Magnúsi fyrst fyrir heilum áratug. Síðan þá hef ég verið tíður gestur á heimilinu. Þrátt fyrir að sérviskan þín hafi stunduð verið meiri en góðu hófi gegnir, var alltaf stutt í grínið og glensið hjá þér. :) Ég geymi margar góðar minningar sem fá mig alltaf til að brosa, hvort sem það var áramótavalsinn sem við stigum hér um eitt árið eða þau ófáu skipti sem við hnerruðum í kór eftir að hafa fengið okkur smá neftóbak. Hvíldu í friði, Maggi minn, minningu þinni verður haldið á lífi.

Sara Pálsdóttir

Magnús kom manni alltaf í gott skap, hann fékk mann til að brosa hvenær sem var. Hann var svo mikill skemmtikraftur og alltaf til í að spjalla og segja góða brandara. Auk þess að vera grínisti þá var hann einnig maður sem var hægt að treysta á með margt.. Magnús var yndislegur maður. Blessuð sé minning hans

Helga Ómarsdóttir

Hann var alltaf svo jákvæður sama hvað gekk á. Ég man eftir að hafa heimsókt hann á spítalann og spurt hann hvernig hann hefði það. Hann svaraði auðvitað með bros á vör að þetta væri eins og á 5 stjörnu hóteli með topp þjónustu.. Svo mun ég aldrei gleyma einkabrandaranum okkar með kókið... blessuð sé minning þín Magnús minn. Ég mun sakna þín.

Kveðja Ellen Elmarsdóttir

16.6.2011 16:53:58

Lesa grein
Elsku pabbi og Maggi minn

Hve sárt við söknum þín... Það er orðið svo tómlegt hérna heima án þín og Maríönnu. Það vantar eitthvað í rúmið sem þú lást í og horfðir á sjónvarpið þegar við komum heim á daginn á meðan þú lást veikur heima. Okkur finnst einnig oft eins og Maríanna sé bíðandi útí bíl til að taka á móti okkur með bros á vör þegar við þurfum að stökkva eitthvert inn og greyið beið í bílnum. Þetta er svo skrítið og á örugglega eftir að vera það í langan tíma, enda mikið að melta að missa þig. Við elskum þig svo mikið og söknum þín sárt. Þú munt þó lifa áfram í hjörtum okkar þó að það sé ekki mikil huggun núna. Minning þín lifir. Vonandi eruð þið Maríanna einhver staðar saman að hafa það gott. Bless elskurnar..

Ingibjörg og Ólöf

16.6.2011 16:51:43

Lesa grein
Magnús var ávallt mikill dýravinur og hefur ætíð verið við hross eða hunda kenndur. Má segja að hann hafi jafnvel haft meiri skilning gagnvart dýrum en mannfólki á ýmsan hátt. Hann fór í sína fyrstu smalamennsku á hesti aðeins 5 ára gamall á heimilishestinum Stjarma og eignaðist sitt fyrsta folald 3 ára. Hann átti alla sína tíð hesta eða þar til hann fór að missa heilsuna.

Á sínum yngri árum var hann mikið í kappreiðum og vann margar keppnir á hestunum sínum. Til gamans má geta af fyrstu árum hans sem knapi þá var hann of léttur til að taka þátt. Þá brá hann á það ráð að troða steinum í vasa sína til að komast fram hjá vigtuninni til að fá að vera með. Þetta ráð gaf hann einnig vini sínum sem var of léttur og sagði honum síðan að losa sig við steinanna á ákveðnum leynistað þar sem dómararnir sæju ekki til eftir að vinur hans hafði kvartað yfir sársauka undan steinunum á stökki í vösum sínum.

Dánartilkynning Lesa grein

Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir Magnús Magnússon lést á líknardeild landsspítalans í kópavogi þann 7. júní um hálf tólf á hádegi.

Við viiljum einnig minnast hennar Maríönnu sem var okkar tryggasti vinur til 12 ára. Megi hún hvíla í friði með húsbónda sínum. Ykkur er sárt saknað.

Jarðarfaratilkynning Lesa grein

Jarðarför Magnúsar verður haldin í Grafarvogskirkju mánudaginn 20. júní kl 13.

Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en við viljum heldur benda fólki á að styrkja Katholt. Magnús hefði viljað það.
nr. 113-26-000767
kt. 550378-0199

Þakkir Lesa grein

Við viljum þakka þeim sem hafa sýnt okkur stuðning á þessum erfiðu tímum. Það er yndislegt að eiga svona góða að..
Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is