Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Gylfi Valberg Óskarsson

f.d. 29.12.1945 - d.d. 26.7.2013
Gylfi Valberg fæddist á Eskifirði þann 29. desember 1945. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað þann 26. júlí 2013. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Valberg Guðbrandsson, fæddur á Seltjarnarnesi 17. júní 1900. Látinn 13. desember 1963 og Guðbjörg Bentína Benediktsdóttir, fædd á Eskifirði 14. apríl 1902, látin 28. júlí 1975.
Gylfi átti þrjá hálfbræður og voru þeir elstir af systkinunum. Þeir hétu Gunnar (látinn), Björgvin (látinn) og Óskar Guðbjörn (látinn) og voru samfeðra. Elst af alsystkinum Gylfa var Karlotta Ósk (látin), svo komu Benedikt Guðni (látinn), Theódóra, Jónína Sigríður, Andrés Friðmar, Stefán Ásgeir og Arilíus (látinn).
Gylfi giftist Sunnevu Maríu Joensen og eignuðust þau 5 börn sem heita, Bentína Ósk, Alma Sigríður, Jóna Ingibjörg, Gylfi Valberg og Marinó Eiður. Gylfi eignaðist einnig 4 fósturbörn sem Sunneva María átti frá fyrra hjónabandi. Nöfn þeirra eru Sigurd Joensen, Helgi Sólberg Joensen, Kristí Sóley Joensen, Amanda Sunneva Joensen. Hann var því ríkur af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum.
Gylfi ólst upp á Eskifirði og fór mjög ungur að vinna, fyrst við beitningar fyrir föður sinn og aðra trillukarla og fór svo sjálfur að stunda sjóinn, sem varð hans ævistarf. Lengst af var hann á Sæljóni SU 104 á Eskifirði. Hann fluttist til Vestmannaeyja 1998 og bjó þar alveg þar til í janúar 2013, en þá hafði hann stutta viðkomu í Reykjavík hjá Stefáni bróður sínum og Önnu konu hans, áður en hann flutti loks aftur heim í fjörðinn fagra.
Gylfi var jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju þann 2. ágúst 2013.

Kveðjur

Margs er að minnast, margs er að sakna. Minning þín lifir í hjörtum okkar pabbi minn.

Minningargreinar

Dánartilkynning Lesa grein

Gylfi Valberg fæddist á Eskifirði þann 29. desember 1945. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað þann 26. júlí 2013.
Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is