Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Jónas Gunnar Ingimundarson

f.d. 4.8.1948 - d.d. 11.5.2013
Jónas Gunnar Ingimundarson var fæddur á Hólmavík í Strandasýslu 4. ágúst 1948, hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. maí 2014.

Foreldrar hans voru Ingimundur Magnússon sjómaður og bóndi f. 20. febrúar 1902, d. 15. desember 1978 frá Kleifum í Kaldraraneshrepp og Njóla Dagsdóttir húsmóðir og bóndi f. 11.desember 1911, d. 24. mars 2000 frá Ósi í Hrólfsbergshrepp. Jónas var næst yngstur 7 systkina en þau eru Aðalheiður f. 27.05.1933, Magnús f. 02.03.1936 d. 02.11.1990, Guðmundur Jónas f. 10.11.1938, Ásdís f. 06.02.1942, Dagur f. 21.04.1944 og Guðbjörg f. 05.11.1950.

Árið 1967 kynntist Jónas eftirlifandi konu sinni Fanney Elísdóttur f. 23. Apríl 1947 dóttur hjónanna Jens Elísar Jóhannssonar bónda f. 10. Febrúar 1904, d. 2. Apríl 1989 frá Smyrlahóli í Haukadalshrepp og Guðrúnar Valfríðar Oddsdóttur f. 31. Desember 1916, d. 22. Mars 2000 frá Efri-Brúnná í Saurbæjarhrepp

Leiðir Jónasar og Fanneyjar lágu saman er þau störfuðu saman við fiskvinnslu í Röstinni í Keflavík.

Jónas og Fanney eignuðust 3 börn:

1. Jónas Dagur Jónasson f. 11.12.1974 kvæntur Katrínu Guðmundsdóttur, börn þeirra eru Ólafur Gunnar Jónasson og Jón Páll Jónasson, með fyrrum sambýliskonu sinni Berglindi Bjarnadóttur á hann tvö börn Ástu Maríu Jónasdóttur og Jónas Dag Jónasson.

2. Bryndís Björg Jónasdóttir f. 27.06.1979 í sambúð með Bjarna Sigurðssyni, börn þeirra eru Bergur Daði Bjarnason, Birgitta Fanney Bjarnadóttir og Björgvin Ingi Bjarnason.

3. Önundur Jónasson f. 18.11.1980 kvæntur Díönu Hilmarsdóttur, börn þeirra eru Emelía Nótt Önundardóttir og Kristófer Máni Önundsson, fyrir átti Díana soninn Kormák Andra Þórsson.

Jónas ólst upp að Ásmundarnesi í Bjarnafirði til 15 ára aldurs er foreldrar hans brugðu búi og fluttu til Keflavíkur. Í Keflavík vann hann við saltfiskverkun og varð síðar fiskmatsmaður hjá SÍF þar sem hann sá um fiskmat á saltfisk og skreið. Síðustu 25 árum starfsævinnar varði hann við húsaviðhald bæði við nýbyggingar og ekki síður við viðhald eldri húsa og þótti með eindæmum vandvirkur og var eftirsóttur fyrir verk sín.

Dánartilkynning Lesa grein

Jónas Gunnar Ingimundarson lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. maí 2014.

Jarðarfaratilkynning Lesa grein

Útför Jónasar fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 22. Maí kl. 13:00
Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is