Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Hilmar Gunnarsson

f.d. 16.9.1955 - d.d. 11.7.2014
Hilmar Gunnarsson var fæddur í Ólafsvík 16. september 1955, hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. júlí 2014.

Foreldrar hans voru Halla Steinsdóttir og Gunnar Helgi Einarsson
Hilmar var alinn upp hjá afa sínum og ömmu Steini Kristjánssyni og Dagbjörtu Nönnu Jónsdóttur.Tvíburasystir Hilmars er Dagbjört Berglind. Uppeldissystkini Hilmars eru Adolf sem er látinn og Nína. Auk þess á hann hálfsystkini í föður og móðurætt.
Árið 1971 kynntist Hilmar konu sinni Áslaugu Þráinsdóttir f. 29. júní 1957 dóttur hjónanna Þráins Þorvaldssonar og Soffíu Margrétar Þorgrímsdóttur.
Leiðir Hilmars og Áslaugar lágu saman í Ólafsvík þegar þau voru unglingar þegar Áslaug fluttist þangað með fjölskyldu sinni og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan.
Hilmar og Áslaug eignuðust 3 börn:

1. Díana Hilmarsdóttir f. 18.06.1976 kvænt Önundi Jónassyni, börn þeirra eru Emelía Nótt og Kristófer Máni. Díana á einnig soninn Kormák Andra.

2. Davíð Hilmarsson f. 16.07.1981 í sambúð með Rósu Bóel Halldórsdóttir, börn þeirra eru Birkir Bóas og Natalía Rós.

3. Hilmar Þór Hilmarsson f. 20.09.1990, unnusta hans er Anna Margrét Steingrímsdóttir.

Hilmar ólst upp í Ólafsvík. Fluttu Hilmar og Áslaug í Garðabæ 1986. Hilmar var menntaður múrarameistari og stafaði sem slíkur. Hann starfaði áður sem lögreglumaður og sjómaður. Hilmar þótti með eindæmum vandvirkur og var eftirsóttur fyrir verk sín. Hann var mikill áhugamaður um fótbolta alla sína tíð og spilaði með Víkingi Ólafsvík til margra ára.

Kveðjur

Þétt handtak og bros á vör það var hann Hilli

Dánartilkynning Lesa grein

Hilmar Gunnarsson múrarameistari lést föstudaginn 11. júlí.

Jarðarfaratilkynning Lesa grein

Hilmar Gunnarsson verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju 21. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.
Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is