Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Sigurbára Júlía Sigurðardóttir

f.d. 31.7.1921 - d.d. 3.9.2017
móðir: Guðfinna Sveinsdóttir f.10.02.1875
d.18.12.1961
faðir : Sigurður Guðnason f. 20.12.1873
d.23.07.1921

Systkini:
1.Sigríður Sigurðardóttir f. 17.03.1901
2. Guðni Sigurðsson f. 07.03.1902
3.Sveinn Sigurðsson f. 29.04.1904
4. Þorbjörg Sigurðardóttir f. 16.06.1905
5. Sigurður Sigurðsson f. 26.06.1906
6. Ólafur Sigurðsson f. 21.10.1907
7. Vigdís Sigurðardóttir f. 11.07.1910
8. Lilja G. Sigurðardóttir f. 26.08.1912
9. Jónína Margrét Sigurðardóttir f. 1914, d.1914.


Sigurbára ólst upp í Þykkvabænum og átti heimili hjá móður sinni að Háarima í Djúpárhreppi.
Hún flutti ásamt verðandi eiginmanni til Vestmannaeyja haustið 1937

Sigurbára giftist 19. maí 1939 Georg Skæringssyni f.30.08.1915 d.16.03.1988


Börn þeirra:
1.Kristín Georgsdóttirf.14.11.1939 maki: Ólafur Sveinbjörnsson f.05.07.1938 d, 09.11.2003
2.Sigurður Georgsson f. 01.03.1941 Maki: Guðný Fríða Einarsdóttir f. 12.06.1941
3.Þráinn Einarsson f.20.11.1942 maki: Svava Jónsdóttir 30.09.1942
4.Skæringur Georgsson f.02.05.1944 maki: Sigrún Óskarsdóttir f.25.03.1947
5.Vignir Georgsson f. 06.05.1946 d. 25.04.1968
6.Guðfinna Georgsdóttir f. 01.04.1950
7.Sigmar Georgsson f. 01.04.1950 maki: Edda Angantýsdóttir f. 07.03.1953
8. Ingimar Heiðar Georgsson f. 12.05.1960 maki: Hjördís Inga Arnarsdóttir f. 12.09.1961

Afkomdur Sigurbáru og Georgs eru í dag alls 112

Lengst af bjó Sigurbára að Vegbergi, Skólavegi 32 eða frá árinu 1945 og þangað til hún flutti á Hraunbúðir Dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum 5. maí 2016 og hafði þá átt heimili á Vegbergi samfellt í 72 ár að undanskyldu hluta úr gosárinu 1973

Útförin fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum
fimmtudaginn 7. september 2017 kl. 14.00

Minningargreinar

8.10.2017 22:11:13

Lesa grein
Elsku Amma Bára.

Orð fá því ekki lýst hvað ég sakna þín mikið. Það er svo mikið sem mig langar að segja við þig. Það var nú ekki oft þar sem við töluðum um þig en einar af bestu minningunum mínum er þegar ég kom til þín í heimsókn á Vegberg og sat bara inni í eldhúsi að spjalla við þig heillengi, mér fannast alltaf svo æðislegt hvað þú vildir alltaf hlusta á mig og hvað ég ætlaði mér að gera, hvað þú hafðir mikla trúa á mér og hvað ég fann hvað þér þótti vænt um mig og alla sem voru í kringum þig. Ein önnur af uppáhalds minningunum mínum með þér var líka þegar þú varst á spítalanum árið 2015 áður en þú fórst í aðgerðina, ég man að ég sagði þér að ég væri að klára fyrsta kjólinn minn sem ég hafði hannað frá upphafi og ég man líka hvað þú varst stolt af mér þegar ég kom daginn eftir að sýna þér hann.En þarna sýndi ég þér líka sónar myndir frá Arndísi systir og frá Elínu mágkonu og hvað þú varst ánægð að sjá þær. En ég man líka að þegar ég fór heim frá spítalnum þetta kvöld þá knúsaðiru mig svo fast að ég man ennþá alveg eftir faðmlaginu frá þér . Þetta kvöld þegar ég var að labba af spítalnum á Reynimelinn þá grét ég alla leiðina heim því ég var hrædd um að þú myndir fara í aðgerðinni, en sem betur fer græddi ég tvo fleiri ár með þér. Ég er svo þakklát að allir í þinni fjölskyldu fengu að kynnast þér, eina sem ég mun kveljast við að hugsa um er að mín börn munu ekki fá að kynnast bestu ömmu í heimi sem er svo gjafmild, góð og gefur frá sér svo mikla hlýju. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þau forréttindi að hafa kynnst þér og eytt svona miklum tíma með þér. Takk fyrir alla ullarsokkana og vettlingana. Takk fyrir allar minningarnar. Takk fyrir að hafa alltaf tekið á móti mér og mínum sama hversu mörg við vorum eða þegar ég var bara ein Það var alltaf svo æðislegt að koma í heimsókn og maður fór aldrei svangur út. Síðustu dagar hafa verið svoldið þungir og þú hefur verið mér ofarlega í huga. En ég veit að núna ertu kominn aftur til afa og ég veit að Guð tekur vel á móti uppáhalds englinum sínum. Ég veit líka að þú munt alltaf vaka yfir okkur öllum.

Þín Margrét Júlía

6.9.2017 13:36:09

Lesa grein
Elsku besta amma Bára

Þótt ég eigi að vera fullorðin þá er ósköp lítil ömmustelpa sem skrifar þessa stuttu minningargrein.

Ég er þakklát fyrir að hafa átt ömmu eins þig. Ömmu sem var allt í senn kærleiksrík, tignarleg, dugleg, hreinskilin og gestrisin með eindæmum. Allt saman miklir mannkostir. Ég minnist þess hvað þú varst falleg í upphlutnum þínum og hvað þú varst með fallegar hendur og ljósbleikar lakkaðar neglur. Þú varst líka svo falleg þegar þú varst að baka í eldhúsinu þínu. Ég minnist þess einnig hvað þú tókst vel á móti öllum þínum afkomendum öllum stundum. Alltaf eftir sunnudagaskóla fórum við María systir í kaffi til þín og lituðum myndina sem við fengum í kirkjunni í herberginu uppi á lofti. Eftir að skólagangan hófst fór maður ósjaldan í hádegismat til þín og fékk samloku með skinku og osti eða spaghettípítsu og stundum rommbúðing með saft. Ég man að ég hikaði ekki við að bjóða vinkonum mínum með mér til þín því það voru alltaf allir velkomnir og alltaf nóg til. Það var líka þétt setið í eldhúsinu þínu í laugardagskaffinu en þar var veisla í hverri viku. Það var yndislegt að koma í kaffið, hitta alla ættingja sem þar voru og spjalla og hlægja saman. Þú bakaðir líka heimsins bestu pönnukökur og flatkökurnar þínar voru bestar með ömmukæfu.

Það er dýrmætt að hafa átt ömmu eins og þig. Ömmu sem tók alltaf glöð á móti manni með kökum og kruðeríi. Ömmu sem gaf manni alltaf brjóstsykur áður en maður fór heim og ömmu sem kom alltaf með pakka frá útlöndum. Allar minningarnar um þig eru líka dýrmætar og þær á ég um alla tíð.

Guð geymi þig elsku amma Bára.

Þín Arndís Bára

6.9.2017 00:25:48

Lesa grein
Elsku amma mín, hún Sigurbára Júlía Sigurðardóttir er fallin frá. Ég var ungur að árum þegar ég var farinn að koma mér sjálfur langleiðina upp á Vegberg með þinni hjálp og mömmu sem fylgdi mér að göngustígnum sem liggur frá faxastíg að brekastíg, þar beiðst þú mín með þinn hlýja faðm.Það var svo yndislegt að koma til þín í hádeginu þegar maður var í barnaskóla og borða hjá þér hádegismat. Uppáhaldið mitt var eins og þú veist grjónagrautur með rúsínum og peyjar (kanilsætabrauð), flatkökur og heimalöguð kæfa. Svo fékk maður heimaprjónaða sokka og vettlinga. Takk fyrir allar næturnar sem ég fékk að gista.Takk fyrir allt elsku amma Bára.
Ég mun sakna þín mikið á komandi dögum og árum. Minningarnar frá Vegbergi eru svo hlýjar. Þakklæti er mér samt efst í huga fyrir að hafa kynnst þér og hafa átt góðar stundir með þér.
Ég kveð þig með söknuði amma mín. Þín verður sárt saknað og alls hins góða sem kom frá þér. Góðu stundana mun ég minnast með gleði í hjarta og með miklu þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman og veit að hann afi Goggi tekur á móti þér opnum örmum eftir tæplega þrjátíu ára aðskilnað.

Ég elska þig að eilífu elsku amma Bára.
Þinn sonarsonur Arnar Ingi Ingimarsson og fjölskylda

5.9.2017 15:35:29

Lesa grein
Elsku Amma Bára
Það sem ég var heppin að alast upp í næsta nágrenni við þig. Þú kenndir mér svo ótal margt.
Þakklæti er mér ofarlega í huga þegar ég hugsa til baka, fyrir öll heitu brauðin í hádeginu, heimsins besta grjónagrautinn og rommbúðing. Ég var ekki gömul þegar eg var farin að fylgjast með þér í eldhúsinu enda áttir þú fáa jafnoka þar, ég man þegar við bökuðum saman peyja, kleinur og flatkökur, allt saman uppáhald allra, líka mitt. Allar helgarnar sem maður kíkti við og alltaf var veisla og nóg pláss fyrir alla. Allar næturnar sem eg fékk að gista. Öll hlýju faðmlögin og hlýjustu vettlingana sem þú prjónaðir á okkur barna-, barnabarna- og barnabarnabörnin. Öll spilin sem þú kenndir mér og kaplana. Það var gott að eiga athvarf hjá þér. Ég elskaði líka að fá að fara með þér i vinnuna, að skúra i Barnaskólanum.
Allt eru þetta minningar sem ylja mér í sorginni og þar er huggun harmi gegn að þið afi eruð loksins sameinuð að nýju.
Ég elska þig að eilífu elsku amma mín.
Þín María Sif

Dánartilkynning Lesa grein

móðir: Guðfinna Sveinsdóttir f.10.02.1875
d.18.12.1961
faðir : Sigurður Guðnason f. 20.12.1873
d.23.07.1921

Systkini:
1.Sigríður Sigurðardóttir f. 17.03.1901
2. Guðni Sigurðsson f. 07.03.1902
3.Sveinn Sigurðsson f. 29.04.1904
4. Þorbjörg Sigurðardóttir f. 16.06.1905
5. Sigurður Sigurðsson f. 26.06.1906
6. Ólafur Sigurðsson f. 21.10.1907
7. Vigdís Sigurðardóttir f. 11.07.1910
8. Lilja G. Sigurðardóttir f. 26.08.1912
9. Jónína Margrét Sigurðardóttir f. 1914, d.1914.


Sigurbára ólst upp í Þykkvabænum og átti heimili hjá móður sinni að Háarima í Djúpárhreppi.
Hún flutti ásamt verðandi eiginmanni til Vestmannaeyja haustið 1937

Sigurbára giftist 19. maí 1939 Georg Skæringssyni f.30.08.1915 d.16.03.1988


Börn þeirra:
1.Kristín Georgsdóttirf.14.11.1939 maki: Ólafur Sveinbjörnsson f.05.07.1938 d, 09.11.2003
2.Sigurður Georgsson f. 01.03.1941 Maki: Guðný Fríða Einarsdóttir f. 12.06.1941
3.Þráinn Einarsson f.20.11.1942 maki: Svava Jónsdóttir 30.09.1942
4.Skæringur Georgsson f.02.05.1944 maki: Sigrún Óskarsdóttir f.25.03.1947
5.Vignir Georgsson f. 06.05.1946 d. 25.04.1968
6.Guðfinna Georgsdóttir f. 01.04.1950
7.Sigmar Georgsson f. 01.04.1950 maki: Edda Angantýsdóttir f. 07.03.1953
8. Ingimar Heiðar Georgsson f. 12.05.1960 maki: Hjördís Inga Arnarsdóttir f. 12.09.1961

Afkomdur Sigurbáru og Georgs eru í dag alls 112

Lengst af bjó Sigurbára að Vegbergi, Skólavegi 32 eða frá árinu 1945 og þangað til hún flutti á Hraunbúðir Dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum 5. maí 2016 og hafði þá átt heimili á Vegbergi samfellt í 72 ár að undanskyldu hluta úr gosárinu 1973

Útförin fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum
fimmtudaginn 7. september 2017 kl. 14.00

Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is