Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Ævar Pálmi Eyjólfsson

f.d. 21.8.1946 - d.d. 27.9.2017
Ævar Pálmi Eyjólfsson fæddist í Hvammi í Landsveit 21. ágúst 1946. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu 27. september 2017.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Ágústsson, bóndi í Hvammi, f. 1918 og d. 1997, og Guðrún S. Kristinsdóttir frá Skarði, f. 1921 og d. 2009. Pálmi átti fimm systkini.
Eftirlifandi eiginkona Pálma er Kolbrún Sveinsdóttir, f. 10. júli 1948. Foreldrar hennar eru Hrefna Svava Guðmundsdóttir f. 1925 og Sveinn Sæmundsson f. 1923 og d. 2017. Pálmi og Kolbrún gengu í það heilaga 7. apríl, 1969. Börn þeirra eru: 1) Sólveig, hárgreiðslumeistari og viðskiptalögfræðingur, f. 23.8.1966. Börn hennar eru: A) Pálmi Jónsson, sambýliskona Sóley Ösp Karlsdóttir. Sonur þeirra er Styrmir Smári en fyrir átti Sóley Sóldísi Lilju. B) Hannes Kristmundsson og C) Hrafn Erlingsson. 2) Eyjólfur Pétur, búfræðingur og forstjóri, f. 21.12.1972, maki Margrét Friðriksdóttir, förðunarfræðingur, f. 16.8.1972. Dóttir þeirra er A) Kolbrún Eik en fyrir átti Eyjólfur B) Ævar Pálma, unnusta Katrín Lára Garðarsdóttir og C) Einar, en Margrét átti fyrir D) Aðalheiði Maríu Sigmarsdóttur, sambýlismaður hennar er Daníel Jónsson, synir þeirra eru A) Sigmar Þór og B) Daníel Bergur E) Emelíu Rán Sigmarsdóttir, unnusti Gunnsteinn Lárusson 3) Ævar Pálmi f. 24.10.1979, lögreglufulltrúi og húsasmiður. Maki Hulda Björg Óladóttir, hjúkrunarfræðingur, f 20.4.1981. Börn þeirra eru A) Óli Björn, B) Axel Kári og C) Bríet Yrsa.
Pálmi ólst upp við bústörf í Hvammi. Tvítugur gekk hann í lögregluna í Reykjavík og starfaði þar sem lögregluþjónn og síðar varðstjóri í 45 ár eða frá 1966 til 2011. Meðfram fullri vaktavinnu í lögreglunni starfaði Pálmi í þrjátíu ár sem sölumaður hjá Ingvari Helgasyni hf. frá árinu 1968. Eftir andlát Eyjólfs Ágústssonar bónda í Hvammi 1997 tóku þau Pálmi og Kolbrún við jörðinni af Guðrúnu Kristinsdóttur móður Pálma og stunduðu þar búskap til þessa dags.
Pálmi sinnti félagsstörfum í Lögreglufélagi Reykjavíkur. Hann var frímúrari og tók þátt í æskulýðsstarfi hjá Hestamannafélaginu Fáki. Þá var hann virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins í Rangarþingi og sat meðal annars í uppstillinganefnd. Hann fór ungur á fjall og hafði mikinn áhuga á hestaferðum um óbyggðir. Fóru þau hjónin vítt og breytt um landið í hestaferðir en þó var Landmannaafréttur þeim kærastur.

Dánartilkynning Lesa grein

Ævar Pálmi Eyjólfsson fæddist í Hvammi í Landsveit 21. ágúst 1946. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu 27. september 2017.
Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is