Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Gunnar Leó Leosson

f.d. 5.7.1978 - d.d. 20.6.2007
Látinn er málfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Gunnar Leó Leosson.

Minningargreinar

30.4.2009 14:08:12

Lesa grein
Gunnar Leó Leosson
Gunnar Leó fæddist í Reykjavík 5. júlí 1978 og lést þar 20. júní 2007. Foreldrar hans eru Guðrún Karlsdóttir frá Stóru-Borg, V.-Hún., fræðiritahöfundur og þýðandi í Reykjavík, og Leo(nardus) J.W. Ingason, f. í Haag í Hollandi, sagnfræðingur og fræðiritahöfundur í Reykjavík. Systir Gunnars Leós er Karlotta María Leosdóttir, þýðingarfræðingur, maki hennar Hugues Pons, verslunarmaður frá Montpellier, Frakklandi, en þau eru búsett í London.
Gunnar Leó lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á tveimur brautum, nýmálabraut 1996 og tónlistarbraut 1997. Hann hóf nám við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi í almennum málvísindum 1999, en lokaverkefni hans á þessu sviði nefndist Þýðingar á fræðitextum og íðorð. Gunnar Leó stundaði áfram tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með tvöfalda gráðu vorið 2001, þ.e. lokapróf úr blásarakennaradeild auk burtfararprófs á flautu. Veturinn 2001-2002 stundaði hann framhaldsnám í flautuleik við Conservatorium van Amsterdam en sneri svo heim aftur, hóf þá um haustið nám í þýðingarfræðum á MA-stigi við Háskóla Íslands og útskrifaðist úr þeim fræðum vorið 2004. Eftir hann liggja nokkrar óútgefnar þýðingar á sviði tónlistar.
Gunnar Leó tók þátt í Nordiska Ungdomsorkestern á sínum tíma, einnig NAMU (Nordens Blåsersymfonikere), bæði hérlendis og í Skandinavíu. Hann kenndi við Tónlistarskóla Kópavogs um tíma og starfaði einnig sem kennari við Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, starfaði einnig tímabundið sem forfallakennari á flautu við Laugarnesskóla. Hann tók þátt í ýmislegu samspili gegnum tíðina, einnig kórstarfi, m.a. hjá Söngsveitinni Fílharmóníu, þá var hann og félagi í Lúðrasveit Verkalýðsins um árabil og lék einnig með fleiri lúðrasveitum, ennfremur lék hann með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna um tíma.
Útför Gunnars Leós Leossonar fór fram í kyrrþey 28. júní.

Dánartilkynning Lesa grein

Látinn er málfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Gunnar Leó Leosson.
Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is