Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Bergþóra Skagfjörð Stefánsdóttir

f.d. 11.4.1928 - d.d. 1.5.2008
  Bergþóra Skagfjörð Stefánsdóttir fæddist á Sæunnarstöðum í Vindhælishreppi A-Hún 11. apríl 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum 1. maí 2008.  Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jónsson, f. 1. ágúst 1879 á Marbæli, Hofshreppi í Skagafirði, d. 4. maí 1931 í Reykjavík og Kristjana Júlíusdóttir, f. 7. des. 1897 í Málmey Skagafirði, d. 1. febr. 1975 á Sauðárkróki. Stefán og Kristjana bjuggu í Hringveri Viðvíkurhreppi en fluttu síðar til Skagastrandar.

Systkini Bergþóru eru Soffía Guðrún Stefánsdóttir f. 15. september 1913, d. 14. nóvember 2005, Pétur Skagfjörð Stefánsson f. 17. október 1920, d. 6. desember 1988, Unnur Skagfjörð Stefánsdóttir f. 9. febrúar 1925, Njáll Skagfjörð Stefánsson f. 11. apríl 1928, d. 1 .september 1928 og Garðar Skagfjörð Stefánsson f. 1 .mars 1930,  d. 26. apríl 1930.  

Þann 14. október 1952 giftist Bergþóra sambýlismanni sínum Sigurjóni Jónsyni sem fæddur var í Hvammi á Völlum Fljótsdalshéraði þann 14 apríl 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ  þ. 19. nóvember 2005. Foreldrar hans voru Jón Sigvaldason húsasmiður og bóndi f. 1. nóvember 1875 á Ásgrímsstöðum Hjaltastaðaþinghá, d. 5. júlí 1937 og Jónbjörg Jónsdóttir húsfreyja f. 26.  október 1883 á Hallbjarnarstöðum. d. 4. ágúst 1958.  

Þegar Bergþóra og Sigurjón tóku upp sambúð átti Bergþóra einn son  Njál Harðarson f. 20. ágúst 1947. Faðir hans er Hörður Steinbergsson f. 12. júní 1928 Bergþóra og Sigurjón eignuðust tvo börn Jónbjörgu Sigurjónsdóttur f. 4. júlí 1949 og Þorstein Sigurjónsson f. 23. mars 1957.  

a) Njáll Harðarson er giftur Elfu Fanndal Gísladóttur og eiga þau 2 börn Gísla Frey Njálsson sem á einn son og Lindu Ýr Njálsdóttur sambýlismaður hennar er Giovanni Battista Sotgia og eiga þau einn son.  Frá fyrri sambúðum á Njál þrjú börn Eyjólf Pálsson sem á eina dóttur, Susanna Mavourneen Tobias, og Marianna Elisabet Tobias.

b) Jónbjörg er gift Eiði Haralds Eiðssyni og eiga þau 3 börn, Eið Sigurjón kvæntur Eddu Jóhannesdóttur og eiga þau 2 syni, Bergþóru gift Páli Elíssyni og eiga þau 4 börn, 2 syni og 2 dætur og Þröst Snæ, unnusta hans er  Guðrúnu Sturlaugsdóttur og eiga þau einn son. 

c)  Þorsteinn er ókvæntur og barnlaus.    

Lengst af vann Bergþóra almenn verkakvennastörf. Bergþóra stofnaði og rak lakkrísverksmiðjuna Drift ásamt eiginmanni sínum og Pétri Stefánssyni bróður sínum um nokkra ára skeið. Bergþóra og Sigurjón seldu síðar Pétri sinn hlut í fyrirtækinu en áttu og ráku verslun á Njálsgötunni um árabil. Lengst af vann þó Bergþóra hjá Hagkaup, fyrst á saumastofunni og síðar í versluninni í Skeifunni. Bergþóra vann hjá Hagkaup þar til hún lét af störfum vegna aldurs þá 70. ára  

Síðustu árin hrjáði heilabilunarsjúkdómur Bergþóru sem olli því að hún hvarf smám saman inn í heim óminnis en þrátt fyrir það var hún glaðsinna og létt á fæti fram á síðustu daga sína. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu að Vífilsstöðum þar sem hún átti sér gott skjól í erfiðum veikindum sínum.

Kveðjur

Erum í fríi og minnumst þín þegar þú sast í grasinu og skoðaðir skýin og kenndir okkur allt um blómin í kring. Kv Begga og fjölskylda
Elsku amma.
Mikið er gott að hugsa til þín og stundanna okkar. Það hlýjar mér í hjartanu.
Þín nafna Bergþóra
Kæra amma mín.
Sakna kaffibollanns,súkkulaðirúsinanna og samtalana.
Hugsa til þín.
Þín Nafna
Þakka þér Bergþóra mín allar hlýjuna og móttökurnar
sendi samúðarkveðjur til Njalla,Jónbjargar,Steina og annara aðstanda Jón Gunnþ
Elsku amma.
Mikið er gott að hugsa til þín og stundanna okkar.
Það hlýjar mér í hjartanu.
Þín nafna Bergþóra

Minningargreinar

23.12.2008 23:30:52

Lesa grein
Bergþóra Skagfjörð Stefánsdóttir fæddist á Sæunnarstöðum í Vindhælishreppi A-Hún 11. apríl 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum 1. maí 2008. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jónsson, f. 1. ágúst 1879 á Marbæli, Hofshreppi í Skagafirði, d. 4. maí 1931 í Reykjavík og Kristjana Júlíusdóttir, f. 7. des. 1897 í Málmey Skagafirði, d. 1. febr. 1975 á Sauðárkróki. Stefán og Kristjana bjuggu í Hringveri Viðvíkurhreppi en fluttu síðar til Skagastrandar.

Systkini Bergþóru eru Soffía Guðrún Stefánsdóttir f. 15. september 1913, d. 14. nóvember 2005, Pétur Skagfjörð Stefánsson f. 17. október 1920, d. 6. desember 1988, Unnur Skagfjörð Stefánsdóttir f. 9. febrúar 1925, Njáll Skagfjörð Stefánsson f. 11. apríl 1928, d. 1 .september 1928 og Garðar Skagfjörð Stefánsson f. 1 .mars 1930, d. 26. apríl 1930.

Þann 14. október 1952 giftist Bergþóra sambýlismanni sínum Sigurjóni Jónsyni sem fæddur var í Hvammi á Völlum Fljótsdalshéraði þann 14 apríl 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þ. 19. nóvember 2005. Foreldrar hans voru Jón Sigvaldason húsasmiður og bóndi f. 1. nóvember 1875 á Ásgrímsstöðum Hjaltastaðaþinghá, d. 5. júlí 1937 og Jónbjörg Jónsdóttir húsfreyja f. 26. október 1883 á Hallbjarnarstöðum. d. 4. ágúst 1958.

Þegar Bergþóra og Sigurjón tóku upp sambúð átti Bergþóra einn son Njál Harðarson f. 20. ágúst 1947. Faðir hans er Hörður Steinbergsson f. 12. júní 1928 Bergþóra og Sigurjón eignuðust tvo börn Jónbjörgu Sigurjónsdóttur f. 4. júlí 1949 og Þorstein Sigurjónsson f. 23. mars 1957.

a) Njáll Harðarson er giftur Elfu Fanndal Gísladóttur og eiga þau 2 börn Gísla Frey Njálsson sem á einn son og Lindu Ýr Njálsdóttur sambýlismaður hennar er Giovanni Battista Sotgia og eiga þau einn son. Frá fyrri sambúðum á Njál þrjú börn Eyjólf Pálsson sem á eina dóttur, Susanna Mavourneen Tobias, og Marianna Elisabet Tobias.

b) Jónbjörg er gift Eiði Haralds Eiðssyni og eiga þau 3 börn, Eið Sigurjón kvæntur Eddu Jóhannesdóttur og eiga þau 2 syni, Bergþóru gift Páli Elíssyni og eiga þau 4 börn, 2 syni og 2 dætur og Þröst Snæ, unnusta hans er Guðrúnu Sturlaugsdóttur og eiga þau einn son.

c) Þorsteinn er ókvæntur og barnlaus.

Lengst af vann Bergþóra almenn verkakvennastörf. Bergþóra stofnaði og rak lakkrísverksmiðjuna Drift ásamt eiginmanni sínum og Pétri Stefánssyni bróður sínum um nokkra ára skeið. Bergþóra og Sigurjón seldu síðar Pétri sinn hlut í fyrirtækinu en áttu og ráku verslun á Njálsgötunni um árabil. Lengst af vann þó Bergþóra hjá Hagkaup, fyrst á saumastofunni og síðar í versluninni í Skeifunni. Bergþóra vann hjá Hagkaup þar til hún lét af störfum vegna aldurs þá 70. ára

Síðustu árin hrjáði heilabilunarsjúkdómur Bergþóru sem olli því að hún hvarf smám saman inn í heim óminnis en þrátt fyrir það var hún glaðsinna og létt á fæti fram á síðustu daga sína. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu að Vífilsstöðum þar sem hún átti sér gott skjól í erfiðum veikindum sínum

Dánartilkynning Lesa grein

Elskuleg móðir okkar tengdamóðir, amma og langamma  
Bergþóra Skagfjörð Stefánsdóttir,  Asparfelli 8
Reykjavík   lést á Vífilsstöðum  1. maí 2008  
Þorsteinn Sigurjónsson
Jónbjörg Sigurjónsdóttir   Eiður H. Eiðsson
Njáll Harðarson   Elfa Fanndal Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn

Jarðarfaratilkynning Lesa grein

Elskuleg móðir okkar tengdamóðir, amma og langamma  
Bergþóra Skagfjörð Stefánsdóttir,  Asparfelli 8 Reykjavíl  

Sem lést á Vífilsstöðum  1. maí 2008
Verður jarðsungin frá Fossvogskapellu Miðvikudaginn 14. maí 2008
og hefst athöfnin kl. 13:00
Séra Bolli Pétur Bollason jarðsyngur.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.  

Þorsteinn Sigurjónsson
Jónbjörg Sigurjónsdóttir     Eiður H. Eiðsson
Njáll Harðarson    Elfa Fanndal Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn

Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is