Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Jórunn Hadda Egilsdóttir

f.d. 11.4.1935 - d.d. 12.8.2008

Jórunn Hadda Egilsdóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1935. Hún lést á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi 12. ágúst 2008. Foreldrar hennar voru Katrín Helgadóttir, f. 27.11.1905, d. 16.7.1982 og Egill Ágúst Jóhannsson, f. 3.8.1899, d. 29.7.1942. Jórunn Hadda var yngst fjögurra systra. Signý Sigurbjörg f. 16.6.1929, Guðrún Jóhanna f.14.7.1931 og Erla f. 24.5.1933 (ættleidd Emilsdóttir). Þá átti hún tvo hálfbræður, samfeðra, Emil Kristinn f. 1925, d. 1986 og Harald Valdimar Hólmstein f. 1921, d. 2003. Seinni maður Katrínar og stjúpi Jórunnar Höddu var Ingibergur Runólfsson f. 30.5.1896, d. 20.10.1981.

Jórunn Hadda giftist 11.4.1954 Ingiberg Þórarni Halldórssyni, f. 4.6.1926 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ástbjörg Magnúsdóttir f. 8.6.1890, d. 23.2.1970 og Jón Halldór Þórarinsson, f. 17.4.1901, d. 13.7.1999. Fyrir átti Ingiberg tvo syni, 1)Kristján, f. 23.2.1947, d. 3.7.1990, kvæntur Kristínu Guðnadóttur f. 27.5.1947. Þau eiga Önnu Maríu f. 23.12.1962, Guðnýu f. 7.3.1967 og Ingiberg Þór f. 12.12.1973, 11 barnabörn og 2 barnabarnabörn 2) Óskírður drengur, f.7.2.1948, d. 27.3.1948.

Jórunn Hadda og Ingiberg eignuðust sex börn. 1) Katrínu, f. 29.5.1954, kvænt Jóhanni A. Guðmundssyni f. 28.5.1953. Þau eiga Erling f. 3.6.1973 og Hlyn f. 20.8.1980. Fyrir átti Katrín Berglindi f. 9.10.1970. 2) Bergþór, f. 23.8.1955, kvæntur Sirivan Khongjamroen f. 30.9.1955. Þau eiga Jórunni Sif f. 4.9.1989 og Kristjönu Þuru f. 4.1.1991. Fyrir átti Sirivan dóttur, Laksana f. 13.11.1974. Laksana á son. 3) Óskírða stúlku f. og d. 21.11.1959. 4) Egil, f. 10.1.1962, sambýliskona Anna María Sveinbjörnsdóttir f. 25.11.1961. Þau eiga Mána f. 20.7.1991 og Sveinbjörn f. 3.6.1997. 5) Guðbjörgu f. 9.6.1963, kvænt Ólafi Haukdal Bergssyni f. 25.5.1959. Þau eiga Berg f. 24.4.1985, Elísu f. 11.8.1991 og Unu Birnu f. 22.2.1996. 6) Halldór, f. 31.5.1966, fráskilinn. Hann á Lindu Hrönn f. 23.9.1986 og Höddu Maríu f. 24.11.1998. Ömmubörnin eru því 12 og langömmubörnin 9.

Jórunn Hadda ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún helgaði sig húsmóðurstarfinu þar til börnin fóru að stækka. Þá hóf hún störf á gæsluvelli í Hafnarfirði, „Hödduróló“ eins og börnin nefndu hann einatt. Á seinni árum starfaði hún einnig sem tilsjónaraðili á vegum Félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Hún tók virkan þátt í starfsemi Hraunprýðar, kvennadeildar Slysavarnafélags Íslands og lét sig velferð fjölskyldunnar og þá sérstaklega barna mjög varða.

Kveðjur

Elsku besta amma mín..
ég sakna þín svo mikið,
- kv: Elísa
Elsku Hadda amma.
Ég hugsa til þín hverja einustu mínútu, sakna þín alltof mikið. Vonandi hefuru það gott þarna uppi.
Linda H.H.

Minningargreinar

13.11.2008 15:14:47

Lesa grein
Þetta var ekki sett í blaðið en ég ákvað að skrifa smá minningargrein og setja inn hér.

Amma mín...

Þegar ég hugsa um ömmu þá er það fyrsta sem kemur upp: Róló.Og af sjálfsögðu líka hvað hún var góð. Hún tók alla að sér alveg sama hver það var. Ég man eftir því þegar ég var um 5 ára og var að heimsækja ömmu, ég vildi aldrei fara þaðan. Það þurfti alltaf að gefa mér rúsínur í poka svo að mamma myndi ná mér inní bíl. Og eins og amma alltaf sagði: Þú verður að fara til þess að geta komið aftur í heimsókn. Sem er nátturulega alveg satt. Ég bjó hjá ömmu og afa um tíma. Hún kenndi mér margt, eins og að lesa og skrifa. Sem ég er mjög þakklát fyrir. Svo var líka farið í sund á hverjum degi og þá kom upp önnnur setning: Muna að þurrka vel á milli tánna. Maður stækkaði og stækkaði en samt fór maður alltaf að gista hjá ömmu og afa. Það var það skemmtilegasta sem hægt var að gera. Enda átti hún heilan róló, dót og var alltaf til í að spila ef manni leiddist:) Amma var mjög dugleg að spila og kenndi mér margt þar.

Svo seinna kom til heimilisins fræga brauðvélin:) Amma bakaði og bakaði. Alltaf þegar maður kom í heimsókn fékk maður "ömmubrauð". Svo er komið að jólunum og það var mikið gert þá. Laufabrauð, jólagrautur og jóladagsboðið. Það var alltaf mjög gaman og það birtist alltaf einn jólasveinn.

Amma var alltaf prjónandi og saumandi. Og leyfði okkur krökkunum að vera með í því:) Hún var besta amma í heimi. Það er svo margt hægt að segja um ömmu. Hún var svo góð og dugleg í öllu sem hún gerði. Maturinn var alltaf góður: Lasagne, Steiktur þorskur, Eggjasúpa, ábrestir, slátur, ömmubrauð, lummur, skonsur og margt fleira.

Núna ertu farin amma og við söknum þín öll rosalega mikið. Það verður mjög tómlegt á Linnetstíg án þín. Þú varst alveg frábær.
Hlakka til að hitta þig aftur í himnaríki.

Kveðja, Linda Hrönn Halldórsdóttir.

Dánartilkynning Lesa grein

Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,


Jórunn Hadda Egilsdóttir

Linnetsstíg 2,

Hafnarfirði,

 

lést á líknardeild LSH í Kópavogi, þriðjudaginn 12. ágúst 2008.

Útförin fór fram í Hafnarfjarðarkirkju, 22. ágúst 2008.

 

Ingiberg Þ. Halldórsson

Katrín Ingibergsdóttir                  Jóhann A. Guðmundsson

Bergþór Ingibergsson                  Sirivan Khongjamroen

Egill Ingibergsson                        Anna María Sveinbjörnsdóttir

Guðbjörg Ingibergsdóttir            Ólafur Haukdal Bergsson

Halldór Ingibergsson

barnabörn og barnabarnabörn.

Jarðarfaratilkynning Lesa grein

Jarðarförin fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju, 22.08.2008.
Prestur var séra Þórhallur Heimisson.
Bálför fer fram síðar.
Jórunn Hadda verður jarðsett í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu í Reykjavík, hjá móður sinni og ömmu.
Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is