Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Sæmundur Jóhannsson

f.d. 4.11.1924 - d.d. 12.1.2008
Sæmundur Jóhannsson fæddist á Skriðulandi í Arnarneshreppi 4. nóvember 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. janúar 2008. Hann var sonur Ástríðar Sæmundsdóttur frá Kleif í Þorvaldsdal og Jóhanns Sigvaldasonar frá Rauðalæk í Hörgárdal. Sæmundur var næstelstur í stórum systkinahópi en hin voru Bára, f. 1921, d. 1996, Gunnar, f. 1926, d. 1987, Sigrún, f. 1928, Baldvin Helgi, f. 1931, d. 1944, Þóroddur Ingvar, f. 1932, d. 1989, Aðalsteinn Björgvin, f. 1934, tvíburarnir Áslaug og Snjólaug, f. 1938 og Bryndís, f. 1942. Sæmundur fór snemma í vegavinnu og gat þannig aðstoðað foreldra sína við framfærslu heimilisins. Hann lauk múraranámi og byggði m.a. stórt steinhús að Ytri Reistará fyrir foreldra sína og systkini. Húsið stendur enn í dag. Sæmundur flutti suður til Reykjavíkur og lauk múrarameistaranámi 1953.

Sæmundur kvæntist Margréti Kristjánsdóttur frá Siglufirði í mars 1957 en hún er dóttir hjónanna Kristjáns B. Kjartanssonar útgerðarmanns og Ólínu Kristjánsdóttur húsfreyju. Sæmundur og Margrét slitu samvistum 1985. Saman eignuðust þau 3 börn. Þau eru:

Kjartan, húsasmíðameistari og grunnskólakennari á Ólafsvík, f. 5.7.1957. Hann á frá fyrra hjónabandi dótturina Lilju Björk, sambýlismaður Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þau eiga 2 syni, Danival Ísak og Dag Aron. Kjartan er kvæntur Ekaterynu Siparenko og á hún eina dóttur, Anastasiyu.

Ásta Kristín Sæmundsdóttir Norrman, f. 3.2. 1959, hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð, gift Lars Tommie Norrman frá Svíþjóð og eiga þau dæturnar Christinu, Söndru og Ylvu.

Guðrún, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 23.7.1962, gift Kjartani Birgissyni frá Reykjavík, þau eiga 2 börn, Margréti og Kjartan Helga.

Sæmundur var mikill athafnamaður. Hann vann að mestu við sína iðn, en fór á sjóinn bæði sem háseti og kokkur þegar minna var að gera í múrverki. Hann var mikils metinn fagmaður og vann við iðn sína fram á síðustu daga. Hann hafði mikinn áhuga á líkamsrækt, stundaði sund daglega og var fastur gestur á líkamsræktarstöðinni. Hann var líka mikill göngugarpur og fór oft í göngur með Útivist. Hann var fróður maður og hætti aldrei að læra. Fór meðal annars í tölvuskóla þegar hann var kominn yfir áttrætt. Hann var góður bridsspilari og keppnismaður í þeirri íþrótt. Líkt og frændi hans Jónas Hallgrímsson var Sæmundur einstakur náttúruunnandi og málleysingjar voru honum kærir.

Minningargreinar

Dánartilkynning Lesa grein

Sæmundur Jóhannsson fæddist á Skriðulandi í Arnarneshreppi 4. nóvember 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. janúar 2008. Hann var sonur Ástríðar Sæmundsdóttur frá Kleif í Þorvaldsdal og Jóhanns Sigvaldasonar frá Rauðalæk í Hörgárdal. Sæmundur var næstelstur í stórum systkinahópi en hin voru Bára, f. 1921, d. 1996, Gunnar, f. 1926, d. 1987, Sigrún, f. 1928, Baldvin Helgi, f. 1931, d. 1944, Þóroddur Ingvar, f. 1932, d. 1989, Aðalsteinn Björgvin, f. 1934, tvíburarnir Áslaug og Snjólaug, f. 1938 og Bryndís, f. 1942. Sæmundur fór snemma í vegavinnu og gat þannig aðstoðað foreldra sína við framfærslu heimilisins. Hann lauk múraranámi og byggði m.a. stórt steinhús að Ytri Reistará fyrir foreldra sína og systkini. Húsið stendur enn í dag. Sæmundur flutti suður til Reykjavíkur og lauk múrarameistaranámi 1953.

Sæmundur kvæntist Margréti Kristjánsdóttur frá Siglufirði í mars 1957 en hún er dóttir hjónanna Kristjáns B. Kjartanssonar útgerðarmanns og Ólínu Kristjánsdóttur húsfreyju. Sæmundur og Margrét slitu samvistum 1985. Saman eignuðust þau 3 börn. Þau eru:

Kjartan, húsasmíðameistari og grunnskólakennari á Ólafsvík, f. 5.7.1957. Hann á frá fyrra hjónabandi dótturina Lilju Björk, sambýlismaður Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þau eiga 2 syni, Danival Ísak og Dag Aron. Kjartan er kvæntur Ekaterynu Siparenko og á hún eina dóttur, Anastasiyu.

Ásta Kristín Sæmundsdóttir Norrman, f. 3.2. 1959, hjúkrunarfræðingur í Svíþjóð, gift Lars Tommie Norrman frá Svíþjóð og eiga þau dæturnar Christinu, Söndru og Ylvu.

Guðrún, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 23.7.1962, gift Kjartani Birgissyni frá Reykjavík, þau eiga 2 börn, Margréti og Kjartan Helga.

Sæmundur var mikill athafnamaður. Hann vann að mestu við sína iðn, en fór á sjóinn bæði sem háseti og kokkur þegar minna var að gera í múrverki. Hann var mikils metinn fagmaður og vann við iðn sína fram á síðustu daga. Hann hafði mikinn áhuga á líkamsrækt, stundaði sund daglega og var fastur gestur á líkamsræktarstöðinni. Hann var líka mikill göngugarpur og fór oft í göngur með Útivist. Hann var fróður maður og hætti aldrei að læra. Fór meðal annars í tölvuskóla þegar hann var kominn yfir áttrætt. Hann var góður bridsspilari og keppnismaður í þeirri íþrótt. Líkt og frændi hans Jónas Hallgrímsson var Sæmundur einstakur náttúruunnandi og málleysingjar voru honum kærir.
Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is