Þú ert hér

Fá sendar tilkynningar Loka

Með því að skrá netfang þitt hér getur þú fengið sendar á tölvupósti nýjustu greinar og kveðjur þegar þær eru skráðar á viðkomandi.

Óli Björgvinsson

f.d. 16.4.1942 - d.d. 22.12.2005
Óli Björgvinsson fæddist á Djúpavogi 16. apríl 1942. Hann lést á heimili sínu 22. desember 2005. Foreldrar hans voru Björgvin Björnsson, f. 4 apríl 1904, d. 23. október 1993 og Steinunn Dagmar Snjólfsdóttir, f. 21. maí 1907, d. 6. febrúar 1994. Systkini Óla eru: Ásgeir, f. 29. október 1927, Svavar, f. 13. ágúst 1931, kvæntur Elínu Gústafsdóttur, Snjólfur, f. 13. ágúst 1934, kvæntur Huldu Margréti Friðriksdóttur, og Guðlaug, f. 6. október 1946, gift Þórarni Pálmasyni.
Óli kvæntist 10. apríl 1966 Ólöfu Auði Óskarsdóttur, f. 26. maí 1945, d. 2. janúar 2004. Börn þeirra eru: 1) Erlendur, f. 20. desember 1965, kvæntur Þóreyju Dögg Jónsdóttur. Börn þeirra eru Tinna Dögg, Elvar Freyr og Ólöf Rún. 2) Kristín Óladóttir, f. 13. ágúst 1972, gift Ingólfi Guðna Einarssyni. Börn þeirra eru Sævar Örn, Guðbjörg Halldóra og Ólöf Auður.

Óli ólst upp hjá foreldrum sínum í Borgargerði á Djúpavogi. Hann og Ólöf bjuggu í Hraungerði á Djúpavogi í 22 ár, fram til ársins 1988, í Borgarnesi í 8 ár en frá árinu 1995 á Höfn í Hornafirði. Óli var verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Berufjarðar fram til ársins 1974 og var sveitarstjóri Djúpavogs í 12 ár fram til ársins 1986. Hann var í stjórn Búlandstinds og Kaupfélags Berufjarðar. Óli lauk námi í bifvélavirkjun og starfaði við það fag í Borgarnesi og hjá Vélsmiðju Hornafjarðar. Hann sat einnig í stjórn Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) og í Skógræktarfélagi Djúpavogs.

Útför Óla var gerð frá Djúpavogskirkju 28 desember 2005.

Minningargreinar

7.1.2009 17:13:31

Lesa grein
Elsku afi. Við söknum þín mikið, og við hugsum oft til þín og ömmu. Við geymum allar fallegu minningarnar í hjörtum okkar og munum aldrei gleyma ykkur ömmu. Ólöf man ekki eftir þér en við erum dugleg að segja henni frá ykkur ömmu og sína henni myndir. Það er gott að þú ert hjá ömmu, þú saknaðir hennar svo mikið og nú ertu hjá henni, við huggum okkur við það. Elsku afi takk fyrir allt. Gefðu ömmu risaknús frá okkur öllum


Þín barnabörn Sævar, Halldóra og Ólöf.

2.1.2009 22:32:35

Lesa grein
Öll við færum, elsku vinur,

ástar þökk á kveðjustund.

Gleði veitir grátnu hjarta.

Guðleg von um eftirfund.

Drottinn Jesú, sólin sanna,

sigrað hefur dauða og gröf.

Að hafa átt þig ætíð verður,

okkur dýrmæt lífsins gjöf.

(Ingibjörg Sigurðardóttir.)

Elsku tengdapabbi, nú ertu hjá henni Ólöfu þinni og það gleður mig þó söknuðurinn sé mikill. Hafðu þökk fyrir allt og allt.

Þín tengdadóttir,


Þórey Dögg

Jónsdóttir.Vertu yfir og allt um kring

með eilífri blessun þinni,

sitji Guðs englar saman í hring

sænginni yfir minni.

(Sig. Jónsson frá Presthólum.)

Kæri afi, við vonum að þér og ömmu líði vel hjá guði. En þið megið vita að við söknum ykkar öll.

Takk fyrir alla umhyggjuna sem þið hafið sýnt okkur.

Þín barnabörn,

1.1.2009 23:47:00

Lesa grein
Óli Björgvinsson fæddist á Djúpavogi 16. apríl 1942. Hann lést á heimili sínu 22. desember 2005 og var útför hans gerð frá Djúpavogskirkju 28. desember.


Óli Björgvinsson fæddist á Djúpavogi 16. apríl 1942. Hann lést á heimili sínu 22. desember 2005 og var útför hans gerð frá Djúpavogskirkju 28. desember.

Elsku pabbi minn. Nú er komið ár síðan þú kvaddir þennan heim og ég er sko alls ekki orðin vön því að þú komir ekki lengur til okkar í mat og heimsókn. Vikuna fyrir jarðaför þína settist ég oft niður til þess að skrifa til þín nokkrar línur en ég bara gat ekki með nokkru móti skrifað eitt einasta orð. Traustari og orðvarari mann en þig var varla hægt að finna. Þú fannst oft þegar mér leið illa og þá klappaðir þú á öxl mín eða á handarbak mitt með stóru hlýju höndunum þínum og ég fylltist einhverju öryggi. Ég man þegar ég var lítil þá var ég viss um að ég þyrfti aldrei að óttast neitt því ég átti sko sterkasta, klárasta og besta pabba í heimi, pabba sem passaði mig gegn öllu illu.

Náttúran var þér hugleikin og það var gaman að leita til þín þegar við Ingólfur fórum að koma upp garði hér á Fákaleirunni, þú varst víðlesin um gróður og skipti þá engu máli hvort þú last þær bækur á íslensku, ensku eða einhverri skandinavísku.

Sævar minn saknar þess að skoða ekki fugla og fuglabækur með afa, það var ykkar sameiginlega áhugamál.

Halldóra saknar þess að gefa ekki farfuglunum korn með afa sínum en hún passar þá vel fyrir þig núna.

Ólöf mín fékk aldrei að kynnast afa sínum að ráði, verst finnst mér að þú skyldir ekki vita nafnið hennar. En kannski vissirðu það þótt þú segðir ekki neitt.

Þegar mamma dó skildi ég hvað ást ykkar var traust og djúp, enda voruð þið búin að ganga í gegnum ýmislegt saman í löngu hjónabandi. Þú áttir erfitt eftir lát mömmu, enda var hún sterk og mikil persóna sem erfitt er að vera án eftir að hafa kynnst henni.

Ég trúi því að nú séuð þið sameinuð og ég held að þið séuð búin að finna ykkur annað Gerði þar sem þið ræktið fallegan garð.

Elsku pabbi minn, ég sakna ykkar óskaplega, skilaðu kveðju og kysstu mömmu frá mér.

Ég elska ykkur bæði.

Ykkar dóttir

Kristín
(grein sem birtist í mbl)

Dánartilkynning Lesa grein

Óli Björgvinsson lést á heimili sínu 22. desember 2005. Útför hans fór fram frá Djúpavogskirkju 28 desember 2005.
Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is