Þú ert hér

Erfidrykkjan.


Á Íslandi hefur skapast sú hefð að aðstandendur og aðrir sem við útför eru komi saman eftir útförina og njóti samvista, drekki kaffi og þiggi veitingar. Hefðin á sér rætur í gömlum tímum þegar fjölskyldur, ættingjar og vinir ferðuðust oft dagleið eða meira til að vera við útfarir.

Erfidrykkja er góð leið til að eiga stund með vinum og ættingjum eftir að útför lýkur. Ef jarðsett er beint eftir útför fylgja nánustu ættingjar og vinir líkbíl til kirkjugarðs. Þeir sem ekki fara í kirkjugarð fara yfirleitt beint í erfidrykkju og bíða þar eftir að ættingjar komi til erfidrykkju til að votta þeim samúð sína og eiga stund með þeim.

Kvenfélög eða nágrannakonur sáu oft um veitingar í erfidrykkjum fyrr á árum og gera enn viða um land en nú verður æ algengara að fyrirtæki eða veitingamenn séu fengnir til þess að sjá um veitingar.


Undirvalmynd 

Erfidrykkjur á Grand hótel
Á Grand hótel er fagleg
þjónusta og góðar
veitingar sem lagaðar
eru á staðnum.
Næg bílastæði og
gott aðgengi.

Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is