Þú ert hér

Legstaður

Gröf, kross, merking og legsteinn

Kirkjugarðar og grafreitir eru friðhelgir samkvæmt lögum.


Fólk í öllum trúfélögum og utan þeirra á lögvarinn rétt á legstað í þeirri sókn sem það andaðist eða var síðast heimilisfast eða þar sem aðstandendur óska legstaðar.

Ef hinn látni á ekki frátekinn legstað í kirkjugarði er nýjum úthlutað. Hægt er að taka frá einn til tvo legstaði við hlið hins látna.


Sé til frátekinn legstaður fyrir hinn látna þarf sá sem skráður er fyrir honum að gefa skriflegt leyfi um að þar megi grafa. Þetta á ekki við ef hinn látni er skráður fyrir legstað.


Útfararstofur sjá um að útvega legstaði.


Öll leiði eru auðkennd með tölumerki í legstaðaskrá.


Sérstakur duftreitur fyrir fóstur sem látast í móðurkviði er í Fossvogskirkjugarði.


Kross – Púlt – Legsteinn

Allflest leiði eru merkt með krossi, svokölluðum púltum eða legsteini og á þetta jafnt við í grafreitum og duftreitum.


Þar kemur fram nafn hins látna, fæðingardagur og dánardagur. Margir velja einnig að hafa blessunarorð og trúartákn og/eða einfalda skreytingu.


Mælt er með því að krossar eða léttar merkingar séu notuð fyrst í stað á leiði í grafreitum meðan jarðvegur er að síga og þéttast.


Ef aðstandendur óska geta útfararstofur útvegað krossa, púlt og legsteina.


 

Fjölmörg fyrirtæki í steiniðnaði hanna og framleiða legsteina og aðra fylgihluti


Kirkjugarðar Akureyrar
Kirkjugarðar Reykjavíkur
Kirkjugarðasamband Íslands

Sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar


Lög og reglugerðir

Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu

Reglugerð um dreifingu ösku utan kirkjugarðs 
Reglugerð um kirkjugarða  
Reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu 
 

Stuðst var við texta og krækjur af island.is  1. desember 2007

Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is