Þú ert hér

Andlát.is opnaði vef sinn formlega sunnudaginn 16. desember 2007.

 
Andlát.is er alhliða vefur og vettvangur sem hugsaður er til þess að aðstoða og hjálpa fólki þegar andlát ber að höndum undir kjörorðinu “Við erum hér fyrir þig” 
Á Andlát.is eru leiðbeiningar um hvað á og þarf að gera þegar andlát ber að höndum og einnig verður hér hægt að koma á framfæri

  • dánarfregnum
  • jarðafarartilkynningum
  • minnigargreinum
  • minningarorðum
  • kveðjum.


 

Ekkert gjald er tekið fyrir notkun vefsins

Með tilkomu Andláts.is er á einn stað safna saman þeim upplýsingum og eða þjónustu sem helst mega að gagni koma þegar andlát ber að höndum. Þessar upplýsnar liggja víða fyrir í kerfinu en eru nú komnar hér á einn stað. Ekkert gjald er tekið fyrir notkun vefsins s.s. að koma á framfæri dánarfregnum jarðafarartilkynningum, minnigargreinum og kveðjum né lestur þeirra.


Andlát.is er gagnvirkur vefur, sem fellst í því að notendur hans geta óskað eftir því með mjög einföldum hætti að fá tilkynningu í tölvupósti um allrar nýjar tilkynningar, minnigargreinar og kveðjur sem birtast um einstakling sem þeir hafa merkt við. Hver látinn einstaklingur sem skráður er á Andlát.is fær sína eigin síðu þar sem allar tilkynningar, minningargreinar og kveðjur um hann birtast og verða geymdar. Þar verður einnig sú nýjung að hægt verður að setja inn minningarorð prests eða annarra þeirra sem fluttu minningarorð við útför hins látna  Auk hefðbundinna jarðarfarartilkynningar er hægt að koma á framfæri, ef notendur hafa hug á, tilkynningum um hver jarðsyngur, sálmakrá og hvort eða hvar erfidrykkja fer fram. Hægt er að senda inn mynd af hinum látna.


 

Kveðjurnar geta verið undir fullu nafni eða mjög stuttar nafnlausra kveðjur

Á Andlát.is verður hægt að minnast látinna ástvina, ættingja eða vina með ýmsu móti td. með kveðju. Kveðjurnar geta verið undir fullu nafni eða mjög stuttar nafnlausra kveðjur t.d. “ Elsku mamma mikið sakna ég þín nú um jólin.   Þin dóttir”  Við innsetningu slíkrar kveðju kviknar á kerti fyrir þá látnu og lifir á því í tvær vikur. Einnig er alltaf hægt að skrifa og bæta við minningargreinum í slíkum tilfellum.


Kveðjur, æviágrip, minningargreinar og minningarorð eru ávallt velkomin á vefinn þó áratugir séu liðnir síðan viðkomandi féll frá. Andlát.is er kjörinn vettvangur til að minnast fæðingardaga, dánardægra eða annarra viðburða í lífi horfinna ástvina.


Ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara út í þetta stóra verkefni að koma Andlát.is í loftið er sú að á undanförnum árum höfum við misst nokkra af okkar nánust ættingjum. Þrátt fyrir að vera komin yfir miðjan aldur og nokkuð lífsreynd vafðist það satt að segja dálitið fyrir okkur þegar stóra kallið kom hvað við ættum að gera og í hvaða röð. Höfðum kannski ekki hugsun né hugarró til að leita á réttum stöðum að því sem við þurftum að vita og gera. Þess vegna tókum við þá ákvörðun að reyna að sameina þetta allt á einn stað hér á Andlát.is


Þar sem Andlát.is er opinn og óritskoðaður vefur og öllum

Þar sem Andlát.is er opinn og óritskoðaður vefur og öllum opin treystum við alfarið á heiðaleika fólks og virðingu þess fyrir samferðamönnum sínum. Allar tilkynningar og greinar sem birtast á Andlát.is eru alfarið á ábyrgð ritenda þeirra en ef svo sorglega færi að einhver setti inn á vefinn meiðandi, særandi eða vísvitandi röng ummæli um einhvern þá eru þeir sem varir verða við slíkt eindregið beðnir að hafa strax samband við Andlát.is  andlat@andlat.is og verður þá brugðið skjótt við og málið skoðað.


Andlát.is er helgaður minningu ástvina okkar og allra þeirra sem fallnir eru frá.

Eiður Haralds Eiðsson
Jónbjörg Sigurjóndóttir 


Undirvalmynd

Byggir á Summit vefstýrikerfinu frá IGM ehf. www.igm.is